Bæjarráð Akureyrar hefur úthlutað styrkjum til fjölbreyttra verkefna í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri. Alls hlutu 14 verkefni brautargengi. 

Auk þess eru verkefnin Hæfileikakeppni Akureyrar og Sumartónar í Hofi orðin af föstum liðum á hátíðinni

Allur aprílmánuður verður helgaður hátíðinni og eru einstaklingar, hópar, fyrirtæki og stofnanir hvött til almennrar þátttöku. Áhugasömum er bent á nánari upplýsingar á barnamenning.is. Opið er fyrir umsóknir um almenna þátttöku í Barnamenningarhátíð á Akureyri til og með 5. mars.

Styrkt verkefni hátíðarinnar í ár eru:

 • Fiðrildi, býflugur og þrír kenjóttir kettir / Flautukórinn Ciuf Ciud
 • Lítil saga úr orgelhúsi / Listvinafélag Akureyrarkirkju
 • Ofurhetjuperl – sýning og smiðja / Snorri Valdemar Sveinsson
 • Silent disco fyrir 8.-10. bekk / Amtsbókasafnið á Akureyri
 • Lifandi mósaík verk í andyri Amtsbókasafnsins / Amtsbókasafnið á Akureyri
 • Heimur og haf / Leikskólinn Kiðagil, deildirnar Engjarós og Smári
 • Tónatal / Elsa María Guðmundsdóttir
 • Myndlistarverkstæði Gilfélagsins 2023 / Gilfélagið
 • Blásarafjör! / Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri
 • Barnaleikir fyrr og nú / Heilsuvernd Hjúkrunarheimili
 • Skringill og Bríet – Vorið kemur! / Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir
 • Teiknimyndagerð / Félagsmiðstöðvar Akureyrar
 • Þjóðsögur 21. aldar / Markús Már Efraím Sigurðsson
 • Leikur í list – Listasmiðjur fyrir leikskólabörn / Listasafnið á Akureyri

Verkefni og dagskrá hátíðarinnar verða nánar kynnt síðar.