Nýtt fyrirtæki opnaði formlega í Dalvíkurbyggð um síðustu helgi, en um er að ræða Feima Gallerí, sem opnað hefur verið í skrifstofuhúsnæði gamla Frystihússins við Hafnarbraut á Dalvík.

Feima Gallerí selur handverk úr heimabyggð og eru 4 listakonur úr sveitafélaginu sem standa að þessari opnun.

Það eru þær Guðrún Inga Hannesdóttir, Lína Björk Ingólfsdóttir, Monika Margrét Stefánsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir, sem eru eigendur og rekstraraðilar Feima Gallerís.

Feima Gallerí opnar aftur 2. júní og verður opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 13 – 17 í sumar. 

Nánari upplýsingar um galleríið má finna hér.

Skoða á vef Dalvíkurbyggðar