Tónlistarmaðurinn Gillon var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist Má ekki elska þig.
Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá FM Trölla á sunnudögum kl. 13 – 15.
Lag og texti er eftir Gillon og var hljóðritað í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki.
Upptökustjóri var Sigfús Arnar Benediktsson, en hann og Gillon (Gísli Þór Ólafsson) starfa saman í hljómsveitinni Contalgen Funeral.
Lagið “Má ekki elska þig” er þriðja kynningarlag væntanlegrar plötu, Bláturnablús, en áður hefur Gillon gefið út 4 hljómdiska og 7 ljóðabækur.
Gillon kom fram á Ljóðasetri Íslands í febrúar 2019 og flutti nokkur af ljóðum sínum og einnig lög sem hann hefur samið við eigin ljóð sem og ljóð eftir Geirlaug Magnússon, en Gísli var nemandi hans á Sauðárkróki. Sjá eldri frétt á trolli.is.
Lagið Má ekki elska þig á Spotify