SEPTEMBER

Nýjasta lag September er komið út á streymisveitum. Lagið sem nefnist More Than Strangers er sungið af einni efnilegustu tónlistar- og söngkonu landsins RAVEN sem heitir Hrafnhildur Magnea.

September er lagahöfunda- og framleiðslu teymi skipað af þeim Eyþóri Úlfari Þórissyni og Andra Þór Jónssyni og hafa þeir síðastliðin þrjú ár gefið út lög sem þeir hafa unnið ásamt þekktum íslenskum söngvurum þ.á.m. Jóni Jónssyni og Birgittu Haukdal.

Nýjasta lagið þeirra er unnið með tónlistarkonunni RAVEN sem er ung og efnileg. Þeir hafa áður unnið með henni og gefið út tvö lög með henni, þannig það er óhætt að segja að Hrafnhildur eða RAVEN sé ein uppáhalds söngkonan þeirra.

Lagið verður leikið í þættinum Tíu Dropar, á FM Trölla í dag milli kl. 13 og 15.