Föstudaginn 29. nóvember náði Hitaveita Dalvíkur sögulegu hámarki í notkun á heitu vatni en notkunin fór í 310 rúmmetra. Aldrei áður hefur verið svo mikil notkun hjá Hitaveitu Dalvíkur.
Dalvíkurbyggð vill minna notendur á að halda vel í varmann og ekki vera að hleypa honum út að óþörfu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir hvert heimili.
Gott er að fylgjast reglulega með eigin notkun, hægt að gera það á mælinum heima eða inn á þjónustugáttinni á dalvikurbyggd.is