Nýr þáttur á FM Trölla.

Þátturinn Tíu dropar er að hefja göngu sína á morgun sunnudag og verður á dagskrá alla sunnudaga frá kl. 13 til 15.

Umsjónarmenn þáttarins eru hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári.

Í þættinum geta hlustendur hringt inn, í síma 477.1037 og freistað þess að vinna veglegar gjafir!
Í þessum fyrsta þætti er það veitingastaðurinn Torgið á Siglufirði, sem gefur “hádegisverðarhlaðborð fyrir tvo”!

“Við ætlum að hafa þetta léttan og skemmtilegan þátt, og vera bara við sjálf. Við verðum í beinu sambandi við Andra Hrannar sem býr á Kanaríeyjum, til heyra í honum hvernig lífið gengur fyrir sig þar þessa dagana, og hvort Undralandið verður á dagskrá á næstunni.”

Farið verður yfir það helsta sem gerst hefur nýliðna viku og leikin fjölbreytt tónlist að hætti FM Trölla.

Missið ekki af þættinum “Tíu dropar” á sunnudögum frá kl. 13 til 15 á FM Trölla.

FM Trölli næst á fm 103.7 á Tröllaskaga og nágrenni, og á fm 102.5 á Hvammstanga og nágrenni, og einnig á netinu, hér á síðunni trolli.is

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir