Í tilefni af sumardeginum fyrsta fóru þær mæðgur Hugborg Inga Harðardóttir og Sigurlaug Sara Kristjánsdóttir í göngutúr í veðurblíðunni.
Ekki var um venjulegan göngutúr að ræða heldur fóru þær vopnuðum einnota hönskum og ruslapokum. Þær röltu um bæinn og tíndu upp rusl sem safnast hefur saman víðsvegar um bæinn í vetur.
Þær tíndu upp nokkra poka af rusli og skora á ættingja og vini að gera hið sama.

Dugnaðarforkurinn, Sigurlaug Sara

Þetta er alveg frábært framtak og mætti gera þetta að föstum viðburði á sumardaginn fyrsta, þar sem bæjarbúar taka höndum saman, tína upp rusl og ganga sér til gagns og ánægju.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Hugborg Inga Harðardóttir