Fyrir um ári síðan var stofnað í Ólafsfirði félag kraftlyftingamanna, Kraftlyftingafélag Ólafsfjaðrar, Fjallabyggð. Á þessu ári hefur hópur fólks verið að æfa og í dag er nú þegar komin góður vísir af mjög efnilegu keppnisflokki. Laugardaginn 14. apríl var að halda sýningarmót í réttstöðulyftu í íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði og er hluti af vetrarleikunum. Þar vakti athygli að Hilmar Símonarson lyfti yfir gildandi íslandsmeti í réttstöðulyftu sem er 208 kg, hann náði að lyfta 210 kg og er sagður afar efnilegur íþróttamaður á alþjóðavísu.

Hilmar Símonarson lyftir 210 kg. á sýningarmóti í réttstöðu

Það verður gaman að fylgjast með þessu unga og efnilega íþróttafólki og mun Trölli.is bjóða lesendum sínum upp á fréttir og fróðleik frá Kraftlyftingafélag Ólafsfjaðrar, Fjallabyggð í framtýðinni.

Þann 7. apríl tók sveit KFÓ þátt í byrjendamóti sem fram fór í Njarðvík. Tilgangurinn er eins og nafnið bendir til, að öðlast keppnisreynslu, standast álagið sem því fylgir að keppa og taka t.d. tillit til allra reglna undir álagi. Sveitin okkar sló hreinlega í gegn, það er eiginlega ekki hægt að orða það öðruvísi með frábærum árangri og góðri framkomu.

Efnilegt íþróttafólk

Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir var lang yngsti kvenkeppandinn á mótinu, aðeins 15 ára gömul.
Hún keppti í 72kg flokki.
Hnébeygja: Tók 85kg og 90kg með glæsibrag og reyndar 100kg kg líka en fékk það ógílt vegna formgalla.
Bekkpressa: 40kg og gerði síðan góðar tilraunir við 45kg
Réttstöðulyfta: 80kg og 90kg fuku upp og 100kg líka í síðustu tilraun í magnaðri lyftu en fékk hana dæmda af.
Samanlagt 220kg og 219,7 wilks stig.
Það verður gaman að fylgjast með Álfheiði í framtíðinni, við erum virkilega stollt af henni, frábær árangur ekki síst í ljósi ungs aldurs.

Álfheiður Líf Friðþjófsdóttir

María Petra Björnsdóttir, í hennar flokki voru 3 keppendur.
Hnébeygja: opnaði á 110 kg en gerði það ógilt, tók þá þyngd löglega í annari tilraun og reyndi síðan við 130 sem naumlega mistókst.
Bekkpressa: opnaði með góðri 45 kg lyftu, reyndi því næst við 50 kg en gerði ógilt. Náði því svo í þriðju lyftu.
Réttstöðulyfta: Byrjaði á 100kg en fékk það ógild en tók síðan 100kg og 115kg.
Þrátt fyrir nokkrar ógildar lyftur þá var niðurstaðan sú að María var langsterkust af öllum þeim 7 kvennakeppendum sem tóku þátt. Hún vann stigabikarinn með 275 kg samanlagt og wilks stig 302.

María Pedra Björnsdóttir

Hjalti Snær Njálsson, 2 keppendur voru í þessum flokki.
Hnébeygja: 195kg og 205kg fóru báðar upp í alveg glæsilegum lyftu og Hjalti átti goða tilraun við 215kg í þeirri þriðju sem mistókst þrátt fyrir mikla baráttu.
Bekkpressa: 110kg flaug upp í byrjun, ógild lyfta í annari með 120kg en þrautsegjan skilaði þeirri þyngd í síðustu lyftu.
Réttstöðulyfta: 180kg og 200kg fóru upp í fallegum lyftum og síðan átti Hjalti mögnuðustu lyftu mótsins þar sem hann gaf allt í 215kg, harkan skilaði henni upp en fékk því miður ekki náð fyrir augum ágætra dómara mótsins.
Hjalti vann með yfirburðum sinn keppinaut með 525kg í samanlögðu og 340 wilks stig

Tómas Atli Einarsson fylgist grannt með gangi mála

Eins og sjá má er niðurstaðan fyrir okkar litla félag frábær, Álfheiður sem er yngsti keppandinn með gríðarlega flottar tölur, María langsterkust kvenna á mótinu, Hjalti annar stigahæsti í karlaflokki, þess má geta að Hjalti var langstigahæstur þeirra sem voru að keppa í fyrsta sinn. Sá sem vann stigabikarinn var mun eldri og hafði keppt áður.

Hér er slóðin fyrir heildarúrslit mótsins: Úrslit

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir, upplýsingar og myndir fengnar af facebooksíðu KFÓ
Myndir: Guðný Ágústsdóttir