Framboðslisti Nýs afls í Húnaþingi vestra, N-listinn, var lagður fram í gær. Listinn hefur meirihluta í núverandi sveitarstjórn, fjóra af sjö fulltrúum. Oddviti listans er Magnús Magnússon, sóknarprestur og hrossabóndi, annað sætið skipar Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi og ráðunautur og í þriðja sæti er Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari. Núverandi oddviti sveitarstjórnar, Unnur Valborg Hilmarsdóttir skipar 14. sæti eða heiðurssætið.

Listinn er þannig skipaður

 1. Magnús Magnússon, sóknarprestur og hrossabóndi.
 2. Sigríður Ólafsdóttir, sauðfjárbóndi og ráðunautur.
 3. Magnús Eðvaldsson, íþróttakennari.
 4. Þórey Edda Elísdóttir, verkfræðingur.
 5. Maríanna Eva Ragnarsdótttir, sauðfjárbóndi, sjúkraliði og varaþingmaður.
 6. Sólveig H. Benjamínsdóttir, forstöðumaður.
 7. Gunnar Þorgeirsson, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarmaður.
 8. Guðjón Þórarinn Loftsson, húsasmiður.
 9. Ingibjörg Auðunsdóttir, bóndi og ferðamálafræðingur.
 10. Ómar Eyjólfsson, viðurkenndur bókari.
 11. Eygló Hrund Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri.
 12. Guðrún Eik Skúladóttir, kúa- og sauðfjárbóndi.
 13. Birkir Snær Gunnlaugsson, sauðfjárbóndi.
 14. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar.

Texti: Aðsendur
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir