Matvælastofnun varar við neyslu á fæðubótarefninu, Íslenskar þaratöflur, frá Gula miðanum vegna þess að í ráðlögðum dagskammti (ein tafla) er of mikið magn af joði. 

Samkvæmt upplýsingum á umbúðum vörunnar á hún að innihalda 220 μg af joði í ráðlögðum daglegum neysluskammti sem er ein tafla á dag. Töflurnar hafa verið efnamældar og kom í ljós að magn joðs er 800 μg í hverri töflu. Efri öryggismörk joðs samkvæmt Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) eru 600 μg á dag.

Fyrirtækið Heilsa hefur innkallað vöruna af markaði, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Innköllunin á við allar lotur og allar framleiðsludagsetningar:

  • Vöruheiti: Íslenskar Þaratöflur 120 st. 
  • Vörumerki: Guli miðinn
  • Strikanr: 5690684000127
  • Framleiðslulota: Allar
  • Dagsetning: Allar
  • Framleiðandi: Heilsa ehf, Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík
  • Dreifing: Í apótekum og lyfjaverslunum: Apótekaranum, Apóteki Garðabæjar, Apóteki Hafnarfjarðar, Apóteki Mosfellsbæjar, Apóteki Vesturlands, Apótekinu, Austurbæjarapóteki, Árbæjarapóteki, Borgar Apóteki, Garðs Apóteki, Heilsuhúsinu, Lyfjaveri / Heilsuveri, Lyfju, Lyfjum og heilsu, Reykjanesapóteki, Reykjavíkur Apóteki, Rima Apóteki, Siglufjarðar Apóteki og Urðarapóteki.
  • Verslanir: Fjarðarkaup, Hagkaup, Hlíðarkaup, Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjörbúðinni, Krónunni, Melabúðinni, Nettó og Verslun Einars Ólafssonar 

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þá verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.

Heilsa ehf. veitir nánari upplýsingar í síma 517-0685.

Ítarefni

 

Frá Matvælastofnun