Staðnemar í Menntaskólanum á Tröllaskaga bera sig almennt vel en margir hverjir eru þó orðnir frekar þeyttir á covid-ástandinu og vilja komast aftur í skólann.

Þetta kom fram í símtölum umsjónarkennara við umsjónarnemendur sína fyrir helgina. Flestir sögðu að sér gengi vel halda sig að náminu en sumum gengur það síður og segja að sér gangi betur að skipuleggja námið þegar þeir eru í skólanum.

Dæmi voru um að nemendur hefðu lent í þeim vandræðum að vaka fram eftir nóttu í hámhorfi eða að spila tölvuleiki við vini sína og því átt erfitt með að vakna í skólann á morgnana. Þá sögðu nokkrir nemendur að þeim þætti betra að læra heima en í skólanum.

En langflestir sakna samvista við skólafélaga og starfsmenn skólans og vilja gjarnan að þessu ástandi fari að ljúka.