Áætlað er að söfnun á rúlluplasti fari fram vikuna 23.-27. nóvember nk. Þeir bændur sem óska eftir því að nýta sér þjónustuna vinsamlega tilkynni það til skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400, eða á netfangið: skrifstofa@hunathing.is,  sem fyrst og fyrir 22. nóvember nk.

Söfnunin kemur til með að hefjast í Hrútafirði  og fikrast til austurs fram eftir vikunni eins og áður.

Það er mjög áríðandi að plastið sé hreint og laust við aðskotahluti. Net, svart plast og bönd mega alls ekki vera í förmunum.

Ef notaðir eru Stórsekkir skal merkja þá viðkomandi aðila.

Ef um svart landbúnaðarplast er að ræða þá verður að halda því sér og bagga sér, þá er hægt að taka það með öðru plasti. Svart plast fer í annan endurvinnslufarveg en hvítt plast.