Ákveðið var á klúbbfundi Rótarýklúbbs Ólafsfjarðar fimmtudaginn 15. febrúar s.l. að samþykkja tillögu Rótarýdagsnefndar klúbbsins um styrki og gjafir á Rótarýdeginum 2024.
Klúbburinn er búinn að koma sér upp þeirri hefð að styrkja félög og einstaklinga til góðra verka í samfélaginu, eins og þeir vita sem lesa þeirra síðu eða þekkja til.
Styrkirnir á rótarýdegi ársins 2024, eru eftirfarandi:
Börnin á leikskólanum Leikhólum í Ólafsfirði, 6 barna kerra, að verðmæti ríflega 200 þúsund krónur.
Allir styrkirnir nema kerran voru afhentir umrætt kvöld, en afgreiðslufrestur á kerrunni var heldur langur og varð þess valdandi að ekki var unnt að afhenda hana fyrr en 3. september.
Þá fóru nefndarmenn Rótarýdagsnefndar og forseti, ásamt tíðindaskrifara og afhentu kerruna.
Eins og sjá má á myndunum var mikil eftirvænting á meðal barnanna að fylgjast með og komast eina bunu.
Nú verður aldeilis hægt að sýna börnunum heiminn eða nærumhverfi okkar allavega og vona félagar að hún eigi eftir að nýtast bærilega.
Myndir og heimild/ K. Haraldur Gunnlaugsson