Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar hefur tekið til kynningar greinargerð Ástu Sigurfinnsdóttur, umsjónarmanns Tjarnarborgar, um helstu atriði í starfsemi menningarhússins á árinu 2024.
Samkvæmt skýrslunni fóru alls fram 311 viðburðir í Tjarnarborg á árinu og voru gestir samtals 15.777 talsins.
Ástu var þakkað fyrir ítarlega og vel unna skýrslu og leggur áherslu á mikilvægi þess öfluga og fjölbreytta menningarstarfs sem fram fer í Tjarnarborg.
Nefndarmenn Markaðs- og menningarnefndar Fjallabyggðar eru:
- Jón Kort Ólafsson aðalm.
- Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður
- Ægir Bergsson formaður
- Karen Sif Róbertsdóttir aðalm.
- Ásta Lovísa Pálsdóttir aðalm.
Starfsmenn
- Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi
- Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri
Tjarnarborg – Menningahús Fjallabyggðar
Tjarnarborg í Ólafsfirði er lifandi menningarhús sem hefur verið miðpunktur samfélags og menningar í áratugi. Húsið, sem áður var félagsheimili, hefur frá árinu 2012 starfað sem formlegt menningarhús Fjallabyggðar og hýsir fjölbreytta viðburði allt árið um kring.
Tjarnarborg býður upp á sýningar, tónleika, ráðstefnur, fundi og veislur og gegnir lykilhlutverki í að efla menningarlíf bæjarins. Húsið hefur einnig verið vettvangur fyrir minningarviðburði, sögulegar sýningar og leiksýningar.
Með reglulegu viðhaldi og endurbótum heldur Tjarnarborg áfram að þjóna sem menningarlegur samkomustaður íbúa og gesta, tákn um samhug og metnað samfélagsins.