Fyllingin

  • 400 gr nautahakk
  • 2 hvítlauksrif
  • 1 laukur
  • 3 msk vatn
  • 1,5 msk tómatpuré
  • timjan
  • chili explosion krydd frá Santa Maria

Botninn

  • 4 egg
  • 1 dl rjómi
  • 2 msk smjör
  • 1 tsk oregano

Ofanlag

  • 3 dl rifinn ostur
  • 1,5 dl rjómi
  • 3/4 dl sýrður rjómi
  • kokteiltómatar

Hitið ofninn í 200°. Skerið lauk og hvítlauk smátt niður. Steikið nautahakkið ásamt laukunum þar til nautahakkið er full steikt. Saltið og piprið. Bætið vatni á pönnuna ásamt tómatpuré og hökkuðu fersku timjan (eða þurrkuðu ef þið eigið ekki ferskt) og látið sjóða við vægan hita þar til vökvinn hefur að mestu gufað upp.

Hrærið eggin með rjóma og oregano og hellið blöndunni í smurt eldfast mót. Bakið í ofni í ca 8-10 mínútur. Takið úr ofninum og leggið hakkfyllinguna yfir.

Hrærið saman rifnum osti, rjóma og sýrðum rjóma og hellið yfir nautahakkið. Dreifið sneiddum kokteiltómötum yfir. Setjið aftur í ofninn og bakið í ca 10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit.

Berið fram heitt með góðu salati.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit