Ofnbökuð svínalund með rótargrænmeti – allt í einni skúffu!

  • 1 svínalund
  • 1/2 dl ólivuolía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk timjan
  • maldonsalt
  • svartur pipar úr kvörn
  • rótargrænmeti (gott að nota kartöflur og sætar kartöflur)

Marinerið svínalundina í ólivuolíu, sítrónusafa, pressuðum hvítlauk, timjan, salti og pipar. Látið liggja í 20 mínútur eða á meðan rótargrænmetið er undirbúið og ofninn hitaður. Hitið ofninn í 200°. Skerið rótargrænmetið í báta/bita og setjið í ofnskúffu, veltið því upp úr ólívuolíu og kryddið eftir smekk (gott að nota maldon salt, pipar og timjan). Setjið inn í ofn í 15 mínútur.

Á meðan er svínalundin brúnuð á pönnu við háan hita, á öllum hliðum. Bætið svínalundinni í ofnskúffuna og hellið því sem eftir var af marineringunni yfir og bakið áfram í 20 mínútur. Leyfið kjötinu að standa aðeins áður en það er skorið í sneiðar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit