Hljómsveitin Miomantis hefur sent frá sér tvö ný lög.

Fyrsta lagið heitir Rats Encaged og er uppkomandi lag af LP Plötu sem er væntanleg árið 2023. Og er þetta síngull af plötunni.

Lagið er samið, tekið upp, mixað, og masterað, og spilað af Miomantis, sannkallað Do It Yourself project :).
Einnig er verkefnið styrkt af upptökusjóði STEFs.

Meira um lagið frá Davíð, gítarleikara og söngvara:
Ég man örlítið eftir hvernig þetta var samið. Ég samdi aðal riffið og fannst það nett. Samdi svo fleiri riff sem væru svipuð en með mjög subtle breytingum í lokin á riffinu. Og bridge part sem var clean gítar. Fannst þetta svalt og hafði mér verið sagt að fara nú að bæta við söng og texta í lögin okkar. Svo ég settist við tölvuna mína. Opnaði WORD. Og lét hugann flæða. Lagið kemur frá stað reiði, og fjallar um þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Og já það er kannski ekki beint fyrir krakka að hlusta á en þetta er umfjöllunarefni sem skiptir mig máli, enda hef ég marg oft verið á svona stað. Fundist ég vera fastur í búri. Svona eins og rotta. En umfjöllunarefni um svona finnst mér oft vanta í íslenska tónlist sem er vanalega “happy go lucky.” sem er ekki slæmt. En fólk þarf líka að heyra að raunveruleikinn er ekki bara dans á rósum.

Um upptökuferlið þá notaðist ég á við þrjá mismunandi gítara og var tekið upp slatta af rásum. Og einnig layeruðum við allskonar hljóðfæri sem við fundum á upptökusvæðinu í bridge kaflanum sem ég talaði um hér áður. Finnst mér þetta eitt sterkasta lagið okkar. Einnig höfum við verið að test runna þetta lag á tónleikum. Og tekur fólk vel í það. Ég er ánægður með riffin, og Bjarmi og Tumi höfðu líka slatta af tíma til að semja sína parta sem gerir lagið dínamískt og þétt. 

Seinna lagið, Rotting Roses Turned To Grey er dimmara lag. En það kom til með þegar ég tók upp gítarinn á köldum, skýjuðum þoku degi. Gítarinn var stilltur öðruvísi en vanalega. Og byrjaði ég að semja. Lagið er í raun mjög opið. A moll, G og F og E. Þetta leyfði Bjarma og Tuma að semja sína parta í laginu og gera það þétt og dínamískt og soltið meira creative á bassanum og trommum, og að sjálfsögðu gaf það færi á góðar söng melodíur og texta. Textinn er svona talaður í myndlíkingu og er í raun um þunglyndi eins og fyrra lagið, nema þarna er scenarioið öðruvísi á þann hátt að þarna er manneskjan á botn. Erfitt að komast upp aftur. Og ég hef verið á þeim stað líka. Já, neikvæð umhugamál. En ég horfi á þetta sem einskonar þerapí. Ef ég sem um erfiðar tilfinningar losa ég um og hef pláss til að vera ánægður í hversdagsleikanum.

Ég er ánægður með bæði lögin og finnst þau bestu sem við höfum sett út, enda munu fleiri hlusta eflaust fyrst það er texti. Ég er enginn menntaður, né góður söngvari, en ég vil syngja mína texta sjálfur það er þannig sem ég virka. En er ég ánægður með útkomuna.

Eins og sagt var eru bæði þessi lög að koma á LP plötu á næsta ári og til að gefa meira í skyn um konseptið. Þá eru mörg lögin um svona erfið mál. Við erum með eitt lag um stríð og hörmung þess og sjálfselskuna í því sem pólitíkin hefur, auðvitað á svona ekki að gerast og þarf að vekja athygli á því. Annað lagið er um fíkn í eiturlyf eða alkohól og er ég sjálfur edrú fíkill þannig það kom til eftir erfiðan dag þar sem ég var fastur í löngun. En svo eru fleiri lög. Þetta ætti að gefa í skyn hverju má búast við og hlakka ég mikið til. Hvernig ég horfi á það eins og ég sagði með hvernig þetta er þerapí fyrir mig þá held ég að svona textar geti verið þerapí fyrir aðra að vita að þeir eru ekki einir í svona baráttu. Og finnst mér, sem tónlistarmaður, þá hef ég ákveðin málstað til að koma svona erfiðum hlutum á framfæri og finnst mér það vera pínu mín ábyrgð.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru:
Davíð Máni Jóhannesson: Söngur/Gítar
Zophonías Tumi Guðmundsson: Bassi
Bjarmi Friðgeirsson: Trommur


Við viljum þakka MBS kollektívinu fyrir sinn kærleik og umburðarlyndi og lán á hljóðnemum ofl, einnig mælum við að leggja þeim hjálparhendur þar sem þeir lentu í vatnstjóni nú á dögum vegna óveðurs: https://www.karolinafund.com/project/view/4216

Einnig viljum við þakka Hinrik starfsmanni Ungmennahússins rósenborg fyrir að veita okkur aðgang, skilning og hjálp. 

Miomantis á Spotify

Rats Encaged

Rotting Roses Turned To GreyAðsent.