FM Trölli fær nokkuð reglulega senda tónlist frá erlendum listamönnum.

Mörg þessara laga fá þó ekki náð fyrir eyrum tónlistarstjórnenda stöðvarinnar, en hér er á ferðinni ferskt popplag sem er komið í spilun á FM Trölla.

Listamaðurinn er söngvari og lagahöfundur að nafni Mario Soutschka, fæddur árið 1988 í Ingolstadt (Bavaria) í Þýskalandi sunnanverðu.

Hann uppgötvaði ungur tónlist Bítlanna og heillaðist strax af henni. Það varð til þess að hann fór strax að læra á gítar og lagasmíði í framhaldinu.

Lagið “Come on Around” er af nýútkominni plötu kappans sem ber heitið “Green Lights”.

Platan á Spotify