Tælenskar kjúklingaenchiladas með granateplum

Sósa:

 • 1 ½  bolli sæt tælensk chili sósa
 •  ½  bolli sojasósa
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 msk hnetusmjör
 • 1 msk tómatpaste
 • 3/4 bolli granateplasafi (úr fernu)
 • 1/4 boll rice vinegar
 • safi úr 1 lime
 • 1 tsk fiskisósa
 • 2 hvítlauskrif, pressuð eða rifið
 • 2 msk engifer, rifið
 •  ½ tsk rauðar piparflögur
 •  ½  tsk pipar

Vefjur:

 • 2 kjúklingabringur, eldaðar og tættar
 • 1 rauð paprika, sneidd í þunnar sneiðar
 • 1 appelsínugul paprika, sneitt í þunnar sneiðar
 • 1 ½ bolli rifinn mozzarella ostur
 • 8-10 tortillur

Meðlæti: avokadó, granatepli, ferskt kóriander og sýrður rjómi

Hitið ofn í 175°.

Byrjið á að gera sósuna. Setjið öll hráefnin í sósuna í pott, látið suðuna koma upp og lækkið þá hitan. Látið sósuna sjóða við vægan hita í 10-15 mínútur eða þar ti lhún hefur þykknað örlítið. Takið af hitanum og leggið til hliðar.

Setjið tættan kjúkling, sneiddar paprikur, kóriander og 3-4 dl af rifnum mozzarella osti í skál. Þegar sósan er tilbúin eru 2 dl af sósunni bætt í skálina og öllu blandað vel saman.

Setjið smá af kjúklingablöndunni í miðjuna á hverri tortilla og rúllið upp. Raðið upprúlluðum tortillum í eldfast mót og látið samskeytin snúa niður. Hellið því sem eftir var af sósunni yfir tortillurnar og endið á að setja gott handfylli af rifnum mozzarella yfir. Bakið í 30 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Áður en rétturinn er borinn fram er niðurskorið avokadó, kóriander og granateplafræ sett yfir. Mér þykir síðan mjög gott að bera réttinn fram með sýrðum rjóma.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit