Á mánudögum og fimmtudögum er boðið upp á föndurstarf fyrir eldri borgara og öryrkja á milli kl. 15 og 18 í samkomusalnum í Nestúni 4-6 og er Stella Bára Guðbjörnsdóttir leiðbeinandi.

Starfið byrjar mánudaginn 11. september og fimmtudaginn 14. september verður boðið upp á vöfflukaffi!

Í föndurstarfi er boðið upp á að koma með sína handavinnu – eins og t.d. að prjóna, hekla, sauma út eða gera steinamyndir – eða fá leiðbeiningar með einhverju nýju, til dæmis postulínsmálun. Velkomið að koma með aðrar hugmyndir!

Alltaf er tekin kaffipása og stundum koma góðir gestir, einnig ætlar hópurinn að heimsækja félagsstarf fyrir aldraða eða handavinnufólk á öðrum stöðum til að sjá hvað þau eru að gera.