Samkvæmt tilkynningu frá heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir vegna samkomubanns skal loka öllum söfnum á tímabilinu 24. mars – 12. apríl.

Bóka- og héraðsskjalasafn Fjallabyggðar lokar því frá og með deginum í dag á meðan á samkomubanni stendur.

Einnig hefur sundlaugum í Fjallabyggð þegar verið lokað á meðan á samkomubanni stendur.