Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman dæmi um hvernig verðlagshækkanir á liðnu ári (ágúst ’21-’22) geta birst í mánaðarlegum útgjöldum heimilanna. Dæmin sýna hvernig hækkanir á nokkrum helstu kostnaðarliðum (húsnæði, samgöngum, matvöru og heimilisbúnaði) birtast í mánaðarlegum útgjöldum hjá mismunandi heimilisgerðum.

Um þessar mundir verða heimili fyrir þungum áhrifum af verðlagshækkunum og áhrifum af hækkun vaxta. Verðbólga mælist á breiðum grunni, þ.e. margir vöruflokkar hafa hækkað í verði en verðhækkanir hafa að mestu leyti verið bundnar við vörur sem má flokka sem nauðsynjavöru. Slíkar verðhækkanir koma í veg fyrir að fólk geti breytt kauphegðun til að draga úr áhrifum verðbólgunnar á fjárhag heimilisins.

Verðhækkanir á nauðsynjavöru snerta alla en lægri tekjuhópar verða hvað verst úti. Áhrif verðhækkana á heimilin ráðast þó af fleiri þáttum, t.d. hvort um leigjanda eða eigenda húsnæðis eru að ræða, hversu mikil skuldsetning er, hvaða lánsform er notað, hvenær lán var tekið og hver vaxtakjör eru.

Þessi dæmi eru byggð á verðhækkunum á völdum útgjaldaliðum og útgjöldum mismunandi heimilisgerða á leigumarkaði og í eigin húsnæði. Dæmin sýna að mánaðarlega útgjaldaaukningu upp á 26 þúsund krónur fyrir einstakling í leiguhúsnæði og upp í 127 þúsund krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu í eigin húsnæði.

Sjá nánar á síðu ASÍ.