Það verður sveitaþema (country) í Gestaherberginu í þessari viku. Kannski ekki alveg í samræmi við hvaða árstíð er en það er nú allt í lagi!

Við ætlum að finna lög á ensku, íslensku og jafnvel norsku til að spila fyrir ykkur – á milli þess sem við spilum önnur lög sem tengjast ekki þemanu.

Átt þú þér uppáhalds country lag?

Við munum hringja í meðlim Sniglabandsins því eitthvað eru þeir kumpánar í þeirri flottu hljómsveit að bardúsa, og nú í húsi einu í Reykjavík. Það verður spennandi að heyra.

Eins og alltaf er hægt að biðja um óskalög, bæði með því að senda okkur skilaboð og með því að hringja inn í þáttinn. Síminn er 5800 580 og við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is
Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is