Ertu karlkyns og orðinn fullorðinn ? Sem sagt ekki unglingur og langar að vera með í leikriti.

Endilega hafðu samband við okkur t.d. í facebook skilaboðum.

Karlmannsleysið er alveg að fara með okkur segir á facebooksíðu Leikfélags Fjallabyggðar.

Drepfyndið stykki sem heitir “Beint í æð” er á leið á fjalirnar og samlestur byrjaður, leikstjóri verksins er Valgeir Skagfjörð.

Frábær félagsskapur í boði.

Forsíðumynd var tekin þegar Leikfélag Fjallabyggðar sýndi leikritið Sólarferð.