Á fundi sínum, 12. október sl. samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar tillögu um aukinn stuðning við íslenskukennslu starfsmanna Fjallabyggðar af erlendum uppruna sem eru með lögheimili í Fjallabyggð. 

Þannig komi stofnanir Fjallabyggðar til móts við námskeiðskostnað og greiði það sem upp á vantar að teknu tilliti til framlaga stéttarfélaga. Fari kennslan fram á dagvinnutíma, skal starfsfólki gert kleift að sækja hana án þess að laun skerðist.

Þá eru aðrir vinnuveitendur í sveitarfélaginu hvattir til að auðvelda starfsmönnum sínum af erlendum uppruna að sækja sér íslenskukennslu.