Mennta- og barnamálaráðuneytið, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) boða fjölmiðla á undirritun samnings um eflingu íþróttastarfs á landsvísu. Þetta eru tímamótaskref fyrir íþróttir á Íslandi en með samningnum verður landinu skipt upp í átta íþróttasvæði með svæðisskrifstofu á hverju svæði. Svæðisskrifstofurnar eiga að þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins. Breytingin nær til tæplega 500 íþrótta- og ungmennafélaga um allt land og allra iðkenda á öllum aldri.

  • Stjórnvöld, ÍSÍ og UMFÍ stofna átta svæðisskrifstofur um allt land
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið setur 400 milljónir króna í verkefnið næstu tvö árin.
  • Áherslan að ná betur til barna í jaðarhópum
  • ÍSÍ og UMFÍ stofna 70 milljóna króna Hvatasjóð fyrir íþróttahéruð og félög

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður Ungmennafélags Íslands, undirrita samninginn mánudaginn 18. desember.

Mynd/ pixabay