Síðastliðinn laugardag voru tekin fjögur vatnssýni í vatnsveitunni á Siglufirði og reyndust þau öll ómenguð samkvæmt tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.

Óhætt er því að nota neysluvatn á Siglufirði.

Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók sýni þann 12. júlí 2024 í íbúðarhúsi norðarlega á Siglufirði og daginn eftir fékk eftirlitið munnlega tilkynningu frá rannsóknarstofu um að E. coli baktería hefði greinst í vatninu.

Í framhaldi af því var íbúum Siglufjarðar ráðlagt að sjóða neysluvatn.

Sjóða ber neysluvatn á Siglufirði