Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble mun koma fram í Tjarnarborg í kvöld, þriðjudaginn 10. júlí, kl. 20:00.
Þema tónleikanna er femínismi og þeir bera yfirskriftina “It’s a Woman’s World” þar sem listakonum síðustu 1000 ára er fagnað. Á efnisskránni eru meðal annars lög eftir Hildgard von Bingen sem fædd var árið 1098 og Barböru Strozzi sem var uppi á 16. öld. Einnig verða flutt lög sem eru hvað þekkust í flutningi frægra söngkvenna, þar ber að nefna Ninu Simone, Édith Piaf og Billie Holliday. Einnig eru á efnisskránni fjögur lög sem samin voru sérstaklega fyrir Olgu. Fjölbreytni í lagavali og tónlistarstíl ræður ríkjum og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Á tónleikunum verður hægt að kaupa nýjasta geisladisk Olgu sem ber samnefnt heiti tónleikanna, It’s a Woman’s World.
Sönghópurinn hefur verið starfræktur síðan árið 2012 en hópurinn hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi sumarið 2013 og hefur heimsótt Ísland á hverju ári síðan þá. Hópurinn er skipaður 5 strákum sem allir eru búsettir í Hollandi. í Olgu eru Hollendingarnar Jonathan Ploeg og Arjan Lienarts, Englendingurinn Matthew Lawrence Smith, rússneski Bandaríkjamaðurinn Philip Barkhudarov og Íslendingurinn Pétur Oddbergur Heimisson.
#heforshe #itsawomansworld
Frétt aðsend