N4 var á ferðinni í Fljótum á dögunum og tók Trausta Sveinsson á Bjarnagili tali.

Í þessu fróðlega og skemmtilega viðtali var rætt um ólympíuför Trausta þegar hann keppti í skíðagöngu á vetrarólympíuleikunum sem voru haldnir í Innsbruck í Austurríki árið 1976.

Í viðtalinu var farið yfir skíðamenningu Fljótamanna, rifjað upp gamla tíma og farið yfir samgöngumál.

Skjáskot úr myndbandi.