Í dag, föstudaginn 20.desember frá kl 17.00 – 18.00 er íbúum Húnaþings vestra boðið í heimsókn á slökkvistöðina.

Þar er íbúum boðið upp á að skoða starfsemina, fagna nýjum búnaði, bifreiðum slökkviliðs og fræðast í leiðinni um brunavarnir heimilisins þegar hátíð gengur í garð.