Opnun í Herhúsinu – Siglufirði


Elín Þ. Rafnsdóttir
Vatnslitir – blek – akrílmálning
23. apríl kl. 14 – 16
Kynning á listamanninum kl. 14:00
Allir velkomnir
Léttar veitingar


Ég hef verið gestalistamaður í Herhúsinu á Siglufirði í þrjár vikur og mig langar að kveðja Siglufjörð með ör – sýningu í Herhúsinu og léttum veitingum.

Ég er þakklát fyrir þær þrjár vikur sem ég hef verið  í listamannavinnustofunni  á hér Siglufirði. Ég hef notið menningarlífsins, farið á skíði, sund og kynnst dásamlegu fólki. En fyrst og fremst skapað. Fyrir mig var einstaklega dásamlegt að skapa hér í Herhúsinu. Vakna við fuglasöng og horfa til fjalla.

Minn helsti miðill í myndlistinni hefur verið olíumálverk og grafík. En í vetur hef ég verið að mála með bleki, akríl og vatnslit og hef haldið áfram með það hér í Herhúsinu. Flestar myndirnar eru unnar út frá vorkomunni, þar sem vetur og vor takast á.

Nánari upplýsingar um mig má finna á:

https://www.elinrafnsdottir.com

instagram.com/elinrafnsdottir/

Facebook Elin Þ. Rafnsdottir