Öruggur sigur KF í fyrsta leik ársins í Kjarnafæðimótinu - Myndir

Fyrsti leikur ársins 2026 í Kjarnafæðimótið fór fram í Boginn föstudaginn 3. janúar þegar Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, KF, tóku á móti Þór 4. Frá þessu er greint á kdn.is þar sem fjallað er nánar um mótið og viðureignina.

KF stilltu upp nokkuð reyndu liði gegn ungum Þórsurum sem létu þó engan bilbug á sér finna og gáfu þeim bláklæddu lítið eftir í upphafi leiks. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en á 23. mínútu dró til tíðinda þegar Hjörvar Már Aðalsteinsson skoraði eftir langt innkast og kom KF yfir. Undir lok fyrri hálfleiks bættu heimamenn svo við öðru marki þegar reynsluboltinn Hilmar Símonarson skoraði eftir hraða og laglega sókn á 39. mínútu og staðan orðin 2–0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik voru KF meira með boltann en Þórsarar áttu engu að síður reglulega góðar rispur. Ákvarðanataka og sendingar á síðasta þriðjungi vantaði þó herslumuninn til að skapa sér færi. Á 75. mínútu gerðu KF síðan endanlega út um leikinn þegar Elvar Orri Kristbjargarson skoraði og kom bláklæddu í 3–0. Markið var skorað með allra fyrstu snertingum hans í leiknum en hann hafði komið inn á aðeins mínútu fyrr.

Lokaniðurstaðan varð því 3–0 sigur KF í fyrsta leik ársins í Kjarnafæðimótinu. Meðfylgjandi myndir tók Ármann Hinrik.