Á fundi Fræðslu- og frístundanefndar Fjallabyggðar 20. ágúst var borðið upp erindi frá UÍF um frístundaakstur milli bæjarkjarnanna.

Stjórn UÍF óskar eftir að boðið verði upp á frístundaakstur frá Siglufirði kl. 17:00 og frá Ólafsfirði um kl. 17:30 til að tryggja megi iðkendum íþróttafélaga sem stunda æfingar seinni hluta dags heimferð.

Fræðslu- og frístundanefnd felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi í frekari frístundaakstri og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

 

Frétt: Fjallabyggð
Mynd: af netinu