Stefán Ólafsson, Halldóra Konráðsdóttir og Karl Símon Helgason hafa óskað eftir leyfi fyrir netaveiðum í Ólafsfjarðavatni í landi Hólkots.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hafnar erindinu með vísan til samþykktar bæjarstjórnar um bann við netaveiði í landi sveitarfélagsins í Ólafsfjarðarvatni.
Nefndin beinir þeim tilmælum til stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar að öll netaveiði verði bönnuð í Ólafsfjarðarvatni.