Plötuspilarinn er á dagskrá FM Trölla í dag kl. 17 eftir stutt frí og þá mun Oskar Brown, stjórnandi þáttarins, taka viðtal við tvo liðsmenn úr hljómsveitinni Moskvít og bjóða ykkur upp á frábæra tónlist víðsvegar að úr heiminum. 

Á meðal þeirra sem að koma við sögu í þættinum í dag eru Ike & Tina Turner, sænsk/ástralska söngkonan Lhēon, íslensku sveitirnar Mannakorn og Moskvít, írski tónlistarmaðurinn Paul Quin, bandaríska pop-pönk prinsessan Shai Skye, og íslensku söngfuglarnir Suncity og Teitur Magnússon.

Ekki gleyma að hlusta á þáttinn á https://trolli.is/ 

Útsendingatíðni FM Trölla er FM 103.7 fyrir þá sem eru í Eyjafirði, í Ólafsfirði, á Siglufirði, í Skagafirði eða á Hvammstanga.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Einnig má finna upptökur af fyrri þáttum á Trölli.is/fm-trolli