Þriggja daga Potterhátíð verður haldin á Amtsbókasafninu á Akureyri 29.-31. júlí. Boðið verður upp á leiki og fjör í anda Harry Potter og félaga; flóttaherbergi, galdrakústasmiðju, quidditch og ýmislegt fleira.

Hægt er að skoða fjölbreytta dagská á heimasíðu Amtsbókasafnsins.

Potterdagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 2017 og hefur síðan vaxið og dafnað og er viðburðurinn orðinn einn af hápunktum ársins á Amtsbókasafninu. Í tilefni þess að Harry Potter á stórafmæli í ár, verður fertugur 31. júlí, verður Potterhátíðin veglegri en nokkru sinni fyrr.

Allir eru hjartanlega velkomnir og sérstaklega þeir sem mæta í búning. 

Rúmlega tuttugu ár eru síðan fyrsta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kom út hjá Bloomsbury útgáfunni í London. Bækurnar hafa selst í um 500 milljónum eintaka og er bókaflokkurinn sá mest seldi í sögunni. Bækurnar eru þeim töfrum gæddar að bæði börn og fullorðnir hafa gaman að Harry Potter.

Potterhátíðin er hluti af Listasumri sem lýkur á föstudag. Skoðaðu fleiri spennandi viðburði á www.listasumar.is

Hér eru nokkrar myndir frá Potterdeginum sem var haldinn 2018. 

Mynd/Amtbókasafnið