Í fundargerð Bæjarráðs Fjallabyggðar frá 25. júni er skráð:

4. 1806074 – Göngustígur við Ólafsfjarðarvatn – Verðkönnun

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð hafi verið opnuð í verkið “Göngustígur suður með Ólafsfjarðarvatni” þann 24.06.2019.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf. kr. 4.813.800
Magnús Þorgeirsson kr. 4.943.636
Kostnaðaráætlun er kr. 4.544.000.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Smára ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.