Eins og fram hefur komið á Trölla.is hefur Siglfirðingurinn Leó R. Ólason gefið út geisladiskinn “Pikkað upp út poppfarinu”.  Diskurinn inniheldur 23 lög eftir Leó sem á einnig flesta textana.

Leó var á Siglufirði á dögunum að taka upp myndband við lagið Nornadans og fór myndatakan fram í Skarðsdalsskógi.

Rafn Erlendsson syngur lagið, myndatöku og klippingu annaðist Birgir Jóhann Birgisson og umsjón og hugmyndavinna var í höndum Leós.

 

 

Skjáskot: úr myndbandi