Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur skipað ráðgjafanefnd með rafrænum íbúakosningum á vegum sveitarstjórna.
Verkefni ráðgjafanefndarinnar verður að fylgjast með framkvæmd rafrænna íbúakosninga og gerð rafrænnar kjörskrár og tengdum verkefnum. Nefndin skal vinna að tillögum um fyrirkomulag og umgjörð rafrænna kosninga í nánu samráði við ráðuneytið og Þjóðskrá Íslands.
Ráðgjafanefndin er skipuð í samræmi við gildandi sveitarstjórnarlög. Ekki hefur verið haldin íbúakosning hjá sveitarfélagi á grundvelli 107. gr. sveitarstjórnarlaga síðan árið 2018.
Í nefndina skipar innviðaráðherra einn samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga og tvo án tilnefningar. Ráðherra skipar þar af formann nefndarinnar. Þrír varamenn eru skipaðir með sama hætti. Í nefndinni sitja:
- Elín Sif Kjartansdóttir, sérfræðingur í netöryggi hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og jafnframt formaður
- Sigurður Helgi Sturlaugsson, hugbúnaðarstjóri hjá Umbru
- Valur Rafn Halldórsson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga (tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga)
Varamenn eru:
- Hanna Dóra Hólm Másdóttir, sérfræðingur hjá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneyti
- Daníel Reynisson verkefnastjóri hjá Umbru
- Kristín Ólafsdóttir, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga (tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.)
Með nefndinni starfa sérfræðingar í Stjórnarráðinu og Þjóðskrá Íslands. Skipunartími nefndarinnar er til 31. maí 2023.