
Valdís Ósk Óladóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði.
Valdís er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Valdís Ósk hefur góða þekkingu á barnaverndarlögunum og skrifaði meistaraprófsritgerð sína um réttindi barna og þvingunarúrræði skv. barnaverndarlögum. Samhliða námi sínu hefur Valdís Ósk starfað hjá Barna- og fjölskyldustofu og á meðferðarheimilinu Krýsuvík og öðlast þar reynslu í ráðgjöf og vinnslu barnaverndarmála.
Valdís Ósk kemur til starfa 1. ágúst nk.