Rafmagnstruflanir verða í Fjallabyggð 9. ágúst kl. 23:30 til 10. ágúst kl. 07:00.
Aðfaranótt miðvikudagsins 10. ágúst verður háspennulína Landsnet frá Rangárvöllum á Akureyri í aðveitustöðina við Dalvík tekin út vegna vinnu við trjáfellingar undir línunni. Á sama tíma mun RARIK nota straumleysið og vinna við háspennukerfið við utanverðan í Eyjafjörð þ.e. í aðveitustöðvum RARIK á Árskógi, Dalvík. Ólafsfirði og Siglufirði. Þetta mun valda mislöngu rafmagnsleysi eða rafmagnstruflunum á dreifisvæði hverrar stöðvar á tímabilinu 9. ágúst kl. 23:30 – 10. ágúst kl. 07:00.
Varaaflstöðvar og breyttar tengingar í kerfinu verða notaðar til að stytta útleysitímann.
Tilkynningar með nákvæmari tímasetningum og staðsetningu verða sendar í gegnum tilkynningarkerfi RARIK (SMS/t-postur) til skráðra viðskiptavina þegar nær dregur.