Vegagerðin hefur boðið út rannsóknarboranir vegna Fljótaganga. Verkið felst í borun á kjarnaholum á mögulegri jarðgangaleið Fljótaganga, milli Fljóta og Siglufjarðar á Tröllaskaga.

Áætlaður fjöldi er 3 kjarnaholur í áætlaðri veglínu ganga til þess að safna 45-55 mm borsýnum. Fyrirhugað er að bora eina holu í Fljótum og tvær í Hólsdal í Siglufirði.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. október 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með föstudeginum 16. maí 2025 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. maí 2025.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.