Til upplýsinga fyrir íbúa Fjallabyggðar á Siglufirði frá RARIK!
RARIK gerir ráð fyrir að framkvæma hitamyndun með dróna á hitaveitulögnunum á Siglufirði í dag mánudaginn 17. apríl og þriðjudaginn 18. apríl. Er það gert til að meta ástand á lögnunum ásamt því að finna mögulega leka í kerfinu til að sporna við óþarfa sóun, sé hún fyrir hendi.
Lögregluyfirvöldum á svæðinu verður einnig tilkynnt um drónaflugið.
Þessar áætlanir gætu breyst ef veðurspáin breytist og verður þá nýjar dagsetningar kynntar.