Flugumferðarstjórar hafa boðað verkfallsaðgerðir í vikunni náist ekki samningar.

Samkvæmt fréttatilkynningu hófst verkfallið kl. 22 í gærkvöldi og stóð yfir til kl. 3 aðfaranótt mánudags. Aðgerðirnar ná til aðflugssvæða Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvalla og geta haft áhrif á áætlunarflug til og frá Keflavíkurflugvelli.

Neytendasamtökin minna á að farþegar sem verða fyrir töfum eða aflýstum flugferðum vegna verkfalls eiga rétt á upplýsingum og ákveðinni þjónustu frá flugfélögum. Þjónustan getur meðal annars falið í sér:

  • máltíð og hressingu í samræmi við lengd tafa,
  • símtal eða aðgang að samskiptum,
  • gistingu ef þörf krefur,
  • flutning til og frá gististað.

Verkföll flugumferðarstjóra teljast til óviðráðanlegra aðstæðna samkvæmt evrópsku reglugerðinni um réttindi flugfarþega. Því eiga farþegar ekki rétt á stöðluðum bótum vegna tafa eða aflýsinga sem rekja má til verkfallsins.

Neytendasamtökin hvetja farþega til að fylgjast með upplýsingum frá flugfélögum og flugvöllum og leita réttar síns ef þjónustu er áfátt.

Nánari upplýsingar um réttindi flugfarþega vegna flugröskunar má nálgast hér.