Rjómasoðið hvítkál með parmesan (uppskriftin er fyrir ca 4)
- 1 lítill hvítkálshaus
- 3 dl rjómi
- 1 dl parmesan
- salt og pipar
Mýkið hvítkálið í smjöri á pönnu. Hellið rjóma og parmesanosti yfir og látið sjóða saman við vægan hita þar til blandan hefur þykknað og hvítkálið er orðið mjúkt. Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit