Rocky Road
- 600 g dökkt súkkulaði (veljið það súkkulaði sem ykkur þykir gott)
- 2 pokar Dumle karamellur (skornar í tvennt)
- 2 lófafylli litlir sykurpúðar (ef það eru notaðir stórir þá eru þeir klipptir niður)
- 140 g salthnetur
- 70 g pistasíukjarnar
Skerið Dumle karamellurnar í tvennt og setjið í skál ásamt sykurpúðum og salthnetum. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og kælið aðeins. Bætið súkkulaðinu í skálina og blandið öllu vel saman.
Setjið smjörpappír í skúffukökumót og hellið blöndunni yfir. Dreifið úr henni þannig að hún verði um 3 sm þykk. Stráið pistasíukjörnum yfir og látið kólna.
Skerið í bita og njótið.



Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit