Lagt fram vinnuskjal ráðgjafa Intellecta á 688. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þar sem farið er yfir fyrirkomulag umsóknar- og ráðningarferlis.

Þrjár umsóknir bárust um starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, ein umsókn var dregin til baka en viðtöl tekin við umsækjendur sem efir stóðu; Ingvar Erlingsson og Jóhann K. Jóhannsson.

Einnig lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 15.03.2021 þar sem lagt er til við bæjarráð að Jóhann K. Jóhannsson verði ráðin í starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkti framlagða tillögu þess efnis að Jóhann K. Jóhannsson verði ráðinn í starf slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram. Sjá frétt: Nýr slökkviliðstjóri Fjallabyggðar

Annar þeirra umsækjanda sem ekki hlaut starfið hefur sent inn beiðni til Fjallabyggðar um rökstuðning hvernig ráðning í starf slökkviliðsstjóra var metin.