Föstudaginn 6. júlí var fjölskrúðugt mannlíf um allan Siglufjörð á Standmenningar – og Þjóðlagahátíð sem nú standa yfir. Fréttamaður Trölla.is rölti um í blíðskapar veðri og tók þessar myndir.

Páll Gunnlaugsson og fleiri að skoða súðbyrðing

 

Pia Rakel Sverrisdóttir og Kristján Jóbannsson njóta veðurblíðunnar í Harbour House

 

Matthías Ægisson með sérsmíðaðan forláta rafmagnsgitar

 

Fréttamenn FM Trölla og RÚV taka eldsmiðinn tali

 

Jófríður Benediktsdóttir textíl- og fatahönnuður. Jófríður kennir einnig þjóðbúningasaum við Heimilisiðnaðarskólann.

 

Börn að leik

 

Kolbrún Símonardóttir litar ullarband í berjasaft. Kolbrún er með fallegt ullarband í margskonar litum sem hún handlitar í öllum regnbogans litum.

 

Handverk Kolbrúnar vekur mikla athygli gesta

 

Skip víðsvegar frá eru til sýnis almenningi

 

Jóhannes Geir Gíslason að krafsa æðadún sem er ævaforn aðferð við að hreinsa dúninn

Á

Ásthildur Magnúsdóttir æðadúns og býflugnabóndi að hreinsa æðardún

 

Sauðskinnsgærur og selsskinn voru hér á boðstólnum

 

Freyja Bergsveinsdóttir með fullunnin æðardún, hún ásamt Ásthildi Magnúsdóttur reka saman fyrirtækið Æður sem sérhæfir sig í framleiðslu á íslenskum æðardúnssængum

 

Námskeið í bátasmíði er haldið í gamla slippnum

 

Gamli slippurinn

 

Hin siglfirska Mjallhvít komin á leirkönnur og íslenskt handverk til sölu

 

Það gránaði í fjöllum aðfaranótt 6. júní

 

Smíðanámskeið

 

Bjarni og Ida eigendur Kaffi Klöru

 

Fjölmennt var á sýningu Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar í Sauðanesvita

 

Í Sauðanesvita

 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir