Nýverið stofnaði Kraftlyftingasamband Íslands afrekshóp ungmenna.

Tilgangur þess hóps er margþættur en fyrst og fremst að bjóða ungmennum sem sýnt hafa afburðaárangur aðhald og hvers kyns stuðning með fræðslu og þjálfun andlega sem og líkamlega.

Auðunn Jónsson íþróttastjóri Kraft og fyrrum afreksmaður stýrir þessari vinnu.

Ronju Helgadóttur í Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar var boðin þátttaka í afrekshóp ungmenna.

Síðast liðin laugardag var fjölbreytt dagskrá fyrir hópinn haldin í aðstöðu Breiðabliks í Kópavogi. Gry Ek formaður Kraft opnaði daginn með kynningu, því næst kom Birgir Sigurjónsson frá lyfjaeftirlitinu og hélt athyglisverða kynningu. Júlían J.K. Jóhannsson Íþróttamaður Íslands heiðraði okkur með nærveru sinni og flutti hvatningarræðu. Birgit Rós afrekskona í kraftlyftingum og íþróttafræðingur, fór í gegn um mikilvægi þess að sofa vel og borða rétt og kenndi hópnum góðar upphitunaræfingar. Að lokum var haldin samæfing.

Frábær dagur og gríðarlega mikilvægt fyrir Fjallabyggð að eiga fulltrúa í hópnum sem getur svo áfram miðlað af reynslu sinni til annarra.
Stefnan er svo tekin á alþjóðlega keppni næsta haust ef allt gengur upp.

Sjá fleiri myndir: hér

Heimild og mynd: Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar Fjallabyggð