Samkvæmt reglugerð er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. Því er sá tími kominn að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða.

Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.

Sektir vegna notkunar nagladekkja utan leyfilegs tíma eru 20 þúsund krónur á dekk.

Samkvæmt lögum eiga þeir ökumenn sem nota nagladekk eftir 15. apríl því að greiða 80 þúsund krónur í sekt ef allir fjórir hjólbarðar eru negldir, nema að undanþáguákvæðið gildi.